Í­búar London hafa verið varaðir við því að stunda þunga líkams­rækt í dag vegna mikillar mengunar. Aldrað fólk og fólk með lungna- og hjarta­vanda­mál er ráð­lagt að stunda enga líkams­rækt.

Spáð er að mengunin nái í dag hæsta stigi loft­gæða­stuðulsins, band 10. Mengunin í London fór seinast á það stig í mars 2018.

Þessi mikla mengun stafar að miklu leyti af hæð sem ríður yfir landið frá vestur Evrópu. Hái loft­þrýstingurinn sem því fylgir gerir að verkum að loftið hreyfist lítið með þeim af­leiðingum að svif­ryk, út­blástur og önnur mengun dreifist ekki.

Fólk með astma gæti þurft að nota úða­tæki í meiri mæli og fólk með hósta eða háls­særindi ætti að varast að hreyfa sig um of.

Mesta mengunin er í mið­borg London. Búist er við því að hún loftgæðin batni strax á morgun.

Sadiq Khan borgar­stjóri London sagði ný­verið að bíla­notkun sé nú svipuð því sem var fyrir heims­far­aldurinn. Hann segir mikla bíla­notkun geta haft hörmu­legar af­leiðingar á íbúa borgarinnar.