Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, hefur stað­fest til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varna­læknis um að fram­lengja lokun skemmti­staða og kráa á höfuð­borgar­svæðinu til 27. septem­ber. Þetta kemur fram í við­tali við Svan­dísi í Morgun­blaðinu í dag.

Hún mun leggja fram minnis­blað til upp­lýsinga fyrir ríkis­stjórnina á ríkis­stjórnar­fundi á morgun um hvaða aðgerðir verður farið.

Í samtali við Morgunblaðið segir Svandís hins vegar að hún telur ekki þörf á harðari að­gerðum um þessar mundir vegna þess hve mark­visst smitrakningu og sótt­kví hefur veri beitt.