Lokun skóla er lík­leg til að hafa hlut­falls­lega lítil á­hrif gegn út­breiðslu CO­VID-19 og ætti að taka til­lit til þeirra efna­hags­legu-og fé­lags­legu á­hrifa sem slíkar lokanir hafa á vel­ferð barna, sér­stak­lega þeirra sem við­kvæm eru fyrir. Þetta eru niður­stöður nýrrar breskrar rann­sóknar sem Guar­dian greinir frá.

Rann­sóknin, sem unnin var af vísinda­mönnum við UCL há­skólann í London, er sú fyrsta sinnar tegundar. Í um­fjöllun Guar­dian kemur fram að sam­kvæmt tölum frá Unesco, hafi fleiri en 90 prósent nem­enda í heiminum orðið fyrir á­hrifum af skóla­lokunum vegna veirunnar.

Hér á landi hafa grunn­skólar verið opnir á meðan sam­komu­banni stendur en með tak­mörkunum. Á blaða­manna­fundi þann 23. mars síðast­liðinn sagði Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varnar­læknir, að ekki sé sjáan­legt veru­legt smit á milli barna á Ís­landi. Sam­kvæmt upp­lýsingum á vef al­manna­varna eru nú 46 smit í aldurs­hópnum 0-9 ára á Ís­landi, einna fæstu smitin í aldurshópi á Íslandi.

Sam­kvæmt þeim gögnum sem skoðuð voru vegna rann­sóknarinnar hafa slíkar lokanir lítil á­hrif á út­breiðslu veirunnar og benda töl­fræði­gögn um inflúensu­far­alda til þess að slíkar lokanir „hafi hlut­falls­lega lítil á­hrif á vírus með smit­hættu CO­VID-19 og því sem virðist lítil á­hrif á heilsu­far skóla­barna.“

Rann­sóknar­teymið skoðaði sex­tán far­aldurs­rann­sóknir á öðrum kóróna­vírusum, meðal annars hinum svo­kallaða Sars far­aldri sem varð árið 2003 á megin­landi Kína, Hong Kong og Singa­por­e og voru niður­stöðurnar þær að í þeim til­fellum hefðu slíkar lokanir ekki hjálpað til við að halda far­aldrinum niðri.

„Við vitum, þökk sé eldri rann­sóknum, að skóla­lokanir eru lík­legar til að hafa mest á­hrif ef lítil smit­hætta stafar af vírusnum og ef hann er hættu­legri fyrir börn. Þetta er and­stæðan við CO­VID-19,“ hefur Guar­dian eftir Rus­sell Viner, prófessor við UCL, sem fór fyrir rann­sóknar­teyminu.

„Gögn um gagn­semi skóla­lokana í CO­VID-19 far­aldrinum eru af skornum skammti en það sem við vitum sýnir að á­hrif þeirra verða lík­lega lítil þegar þær eru bornar saman við aðrar að­gerðir gegn smitum líkt og ein­angrun og er einungis gagn­leg þegar aðrar að­gerðir fé­lags­legrar ein­angrunar er fram­fylgt.“

Viner segir jafn­framt að kostirnir við slíkar lokanir hafi verið metnar í saman­burði við þann kostnað sem af þeim hlýst. „Þetta skaðar menntun barna og getur haft á­hrif á geð­heil­brigði þeirra, hefur á­hrif á rekstur fjöl­skyldunnar, lykil­starfs­menn geta þurft að vera heima til að passa börnin sín og þetta getur bitnað mest á við­kvæmustu börnunum.“

Hann bendir á að yfir­völd í löndum sem á­kveðið hafi að loka skólum, líkt og þau bresku, þurfi nú að spyrja sig erfiðra spurninga um það hve­nær og með hvaða hætti skólar verði opnir að nýju.

Neil Fergu­son, prófessor við Imperial College London og einn aðal­ráð­gjafa bresku ríkis­stjórnarinnar, segir í sam­tali við miðilinn að vitað sé að skóla­lokanir hafi lítil á­hrif einar og sér gegn út­breiðslu CO­VID-19. Á meðan þeim sé beitt á sama tíma og öðrum að­gerðum, líkt og fé­lags­legri ein­angrun, skipti hún sköpum í að skera á smit­hættu milli heimila.

Haft er eftir tals­manni breskra yfir­valda í um­fjöllun Guar­dian að á­kvörðunin um að loka grunn­skólum þar í landi hafi verið tekin vegna ráð­legginga vísinda­manna. Skólar verði opnir að nýju þegar ráð­leggingar um það berist.

Fjöldi smita eftir aldri á Íslandi.
Mynd/COVID.is