Boris Johns­son, frá­farandi for­sætis­ráð­herra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, sat fyrir svörum í breska þinginu í siðasta sinn í gær. Hann hélt sínum skrautlega ræðustíl og kastaði kveðjum á samstarfsmenn og starfsmenn þingsins.

John­son nýtti einnig loka­orðin sín til að gefa mögu­legum arf­taka sínum góð ráð en Í­halds­flokkurinn vinnur nú í því að finna sér nýjan leið­toga.

Rishi Sunak, fyrr­verandi fjár­­mála­ráð­herra Bret­lands, er lík­legasti arf­taki John­son eins og staðan er núna en Liz Truss fylgir honum hart á eftir

„Númer eitt haltu ná­lægð við Banda­ríkin. Stattu við bakið á Úkraínu­mönnum og stattu fyrir lýð­ræði og frelsi alls staðar,“ sagði John­son.

„Lækkaðu skatta og af­nemdu höft, þar sem mögulegt er, til að gera Bret­land að besta landi í heimi til búa í og fjár­festa,“ bætti hann við.

„Horfðu fram á veginn en ekki gleyma því að líta í bak­sýnis­spegilinn af og til og mundu það er ekki Twitter sem telur, heldur fólkið sem kaus okkur,“ sagði John­son áður en hann á­kvað að eyða síðustu orðunum sínum í að vitna í fleyg orð Arn­olds Schwarzeneg­ger úr kvik­myndinni Terminator 2.

Hægt er að horfa á loka­ræðu John­son hér að neðan.