Talningu í Reykjavík er lokið og meiri­hluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna er fallinn.

Fram­sóknar­flokkurinn fékk 18,7 prósent, fær fjóra menn í borgar­stjórn og vinnur mikinn kosninga­sigur.

Sjálf­stæðis­flokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með 24,5 prósent og sex menn kjörna.

Sam­fylkingin tapar manni, er með rétt tæp 20 prósent og fimm borgar­full­trúa.

Píratar fá 11,6 prósent, þrjá menn í borgar­stjórn og bæta við sig einum full­trúa. Sósíal­istar bæta líka við sig einum full­trúa, fá 7,7 prósent fá tvo menn kjörna

Við­reisn tapar öðrum borgar­full­trúa sínum, fær 5,2 prósent og einn borgar­full­trúa. Flokkur fólksins heldur sínum eina full­trúa.

Af við­brögðum odd­vita flokkana í um­ræðum á RÚV eftir að fyrstu tölur bárust er ljóst að snúið gæti orðið að mynda meiri­hluta.

Tveggja flokka meiri­hluti er ó­mögu­legur en 12 full­trúa þarf til.

Fram­sóknar­flokkurinn getur hins vegar myndað meiri­hluta bæði til vinstri og hægri.

Þriggja flokka samstarf S B P mögulegt

Sam­starf Sam­fylkingar, Fram­sóknar og Pírata er mögu­legt. Alexandra Briem ein kjörinna full­trúa Pírata virtist ekki af­huga því mynstri í um­ræðum á RÚV eftir að fyrstu tölur í borginni voru kynntar.

Ólíklegt að Sanna bjargi meirihlutanum

Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir svo gott sem úti­lokaði í kvöld sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk og Við­reisn. Það kemur í veg fyrir að tveir full­trúar Sósíal­ista komi inn í nú­verandi meiri­hluta, þar sem Við­reisn á aðild. Ólafur Þ. Harðarson lagði út af þessu í kosningasjónvarpi RÚV og sagði útilokað að mynda meirihluta án Framsóknarflokksins.

Fram­sóknar­flokkur og Sjálf­stæðis­flokkur hafa sam­tals 10 full­trúa og vantar tvo. Viðreisn og Flokkur fólksins gætu mögulega komið inn í slíkt mynstur með sinn fulltrúa hvor.

D - Sjálf­stæðis­flokkur 24,5% - 6 full­trúar
B - Fram­sókn 18,7% - 4 full­trúar
V - Vinstri græn 4,0% 1 full­trúi
S - Sam­fylkingin 20,3% - 5 full­trúar
C - Við­reisn 5,2% - 1 full­trúar
P - Píratar 11,6% - 3 full­trúar
M - Mið­flokkurinn - 2,4%
F- Flokkur fólksins 4,5% - 1 full­trúi
J - Sósíal­istar 7,7% - 2 full­trúi
E - Besta borgin 0,2%
Y - Á­byrg fram­tíð 0,8%