Starfs­greina­sam­bandið (SGS) segir að komi ekki nýjar hug­myndir eða við­brögð frá Sam­tökum at­vinnu­lífsins (SA) á næstu dögum muni við­ræðu­nefnd sam­bandsins fá fulla heimild til að slíta við­ræðum. 

„Í við­ræðum undan­farinna vikna hefur ýmis­legt á­unnist, annað þokast í rétta átt og sumt er ó­leyst og því virðist ekki vera lengra komist að sinni. Sú vinna sem hefur verið unnin er þó gagn­leg og nýtist vonandi fram­haldinu,“ segir í til­kynningu frá SGS. 

Við­ræður SGS og SA, sem fram hafa farið á vett­vangi em­bættis Ríkis­sátta­semjara undan­farnar vikur, hafa einkum snúið að nýrri launa­töflu, styttingu vinnu­vikunnar, sam­ræmingu á vinnu­markaði og fleiri at­riðum. 

SGS sendi frá sér til­kynningu síðasta föstu­dag þar sem sagði að vikan sem nú líður gæti ráðið úr­slitum. Þolin­mæði við­ræðu­nefndarinnar væri ekki enda­laus. 

„Samninga­nefnd SGS sam­þykkir að komi ekki nýjar hug­myndir eða við­brögð frá Sam­tökum at­vinnu­lífsins á næstu dögum hafi við­ræðu­nefndin fulla heimild til lýsa yfir árangurs­lausum við­ræðum þrátt fyrir milli­göngu Ríkis­sátta­semjara og slíta við­ræðum,“ segir í dag.