Sam­tökin Dreka­slóð eru að skella í lás eftir tólf ára starf. Það kemur fram í til­kynningu frá sam­tökunum en þau voru stofnuð árið 2010 af Thelmu Ás­dísar­dóttur en sam­tökin bjóða upp á þjónustu til þol­enda of­beldis og að­stand­enda þeirra.

„Frá upp­hafi hefur á­sókn verið mikil og með tímanum hefur bið­listinn lengst og er, þegar þessi orð eru rituð, um 2ja til 3ja ára bið­listi til ráð­gjafa sam­takanna. Slíkur bið­listi er ó­á­sættan­legur, bæði fyrir not­endur og starfs­fólk, og því miður er fjár­hags­staða sam­takanna þannig að ekki er lengur hægt að standa undir þjónustunni. Það er því með sorg í hjarta sem við Drekar til­kynnum að Dreka­slóð mun loka í árs­lok 2022. Þetta var erfið á­kvörðun og tekin að vel at­huguðu máli, um­ræðum og eftir ýmis konar lausna­leit í langan tíma,“ segir í til­kynningu frá sam­tökunum.

Þar kemur fram að síðustu mánuðir ársins verði notaðir til að að­stoða not­endur við að komast annað í þjónustu, að þau fái að ljúka við­tölum við sín ráð­gjafa og til að ljúka starf­seminni.

„Það er alveg ljóst að þörf er á starf­semi eins og þeirri sem Dreka­slóð hefur haldið úti síðast­liðinn 12 ár en því miður dugir það fjár­magn sem til sam­takanna kemur, ekki til þess að standa undir starf­seminni. Ráð­gjafar og starfs­fólk er of fátt, álag allt of mikið og ekki hefur myndast fjár­hags­legur grund­völlur til að fjölga starfs­fólki eða stöðu­gildum, þrátt fyrir langan og fjöl­mennan bið­lista. Því er staðan slík að ekki er hægt að láta starf­semina ganga upp á­fram. Á þessum árum hafa mörg hundruð ein­stak­linga nýtt sér við­töl og hópa­starf sam­takanna, auk allra þeirra sem hafa notið þjónustunnar í sam­starfi við Krýsu­vík, Hugar­afl og Bjarkar­hlíð,“ segir í til­kynningunni.

Starfs­fólk þakkar að lokum fyrir stuðninginn síðustu tólf árin og biður svo þau af­sökunar sem eru á bið­lista en munu ekki komast að.