Um­boðs­maður Al­þingis telur ekki á­stæðu til að halda á­fram at­hugun vegna inn­ritunar fatlaðra barna í fram­halds­skóla en segist ætla að halda á­fram fylgjast með fram­vindu málsins.

Fram kemur á vef em­bættisins að sam­kvæmt svörum frá mennta- og menningar­mála­ráðu­neytinu hafi öll fötluð börn sem óskuðu eftir fram­halds­skóla­vist í haust fengið boð um hana og að nú standi yfir breytingar á verk­lagi við inn­ritun þeirra og að starfs­hópur vinni nú að frekari út­færslu á því.

Starfs­hópurinn á að ljúka störfum fyrir ára­mót og því ætti sú vinna að nýtast við inn­ritun næstu ár­ganga.

Skoðun um­boðs­manns hófst fyrir nokkru í kjöl­far um­fjöllunar fjöl­miðla um að fötluðum börnum hefði verið synjað um skóla­vist í fram­halds­skóla en ráðu­neytið sagði að þau hefðu ekki fengið skóla­vist í fram­halds­skóla og að vandinn fælist í inn­ritun þeirra, og að ráðu­neytið og Mennta­mála­stofnun hefðu ekki fengið tæmandi upp­lýsingar frá grunn­skólum um fjölda fatlaðra nem­enda sem þyrfti náms­vist á starfs­brautum og þjónustu­þörf þeirra.

Nánar hér á vef Um­boðs­manns Al­þingis.