Í kvöld þriðjudag 28. júní og aðfaranótt miðvikudags verður fræst og malbikuð akrein á Hafnarfjarðarvegi á milli Hamraborgar og Arnarnesvegar. Veginum verður lokað og hjáleiðir merktar.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 19:00 til klukkan 07:00.

Hér má sjá bíla sem verið er að aka til vinnu en vegurinn er lokaður í tólf klukkustundir.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fólk þarf eflaust að bíða í smástund til að komast leiðar sinnar.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari