Lyng­dals­heiði hefur verið lokað vegna veðurs og gert er ráð fyrir að Hellis­heiði og Þrengslum verði lokað um klukkan 16 í dag. Vegum hefur víða verið lokað vegna ó­veðursins sem nú gengur yfir landið. 

Á Norður­landi hefur Siglu­fjarðar­vegi og Ólafs­fjarðar­múla verið lokað, sem og Möðru­dals­ör­æfum og Hófa­skarði á Norð­austur­landi. Á Austur­landi er lokað yfir Fjarðar­heiði, en víðast hvar er snjó­þekja eða hálka á vegum. 

Veðrið er einna verst á Norður­landi eystra og á Austur­landi en þar hefur verið gefin út appel­sínu­gul veður­við­vörun. Gul við­vörun er í gldi á Suður­landi, Ströndum, Norður­landi vestra, Suð­austur­landi og Mið­há­lendi.