Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að taka fyrir síðustu ákæru fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, í gær sem þýðir að málaferlum hans vegna kosningasvika er lokið, tæpum tveimur mánuðum eftir að Joe Biden tók við embætti.

Alls reyndu fyrrverandi forsetinn og lögfræðiteymi hans að ógilda kosninganiðurstöður í rúmlega sextíu málsóknum án árangurs.

Eftir að Trump tapaði í forsetakosningunum á síðasta ári fór hann mikinn þar sem hann sakaði demókrata og Joe Biden um að hafa stolið kosningunum frá sér. Trump kærði úrslitin í lykilríkjunum en mörg af málunum voru felld niður vegna skorts á sönnunargögnum