Jos­hua Spriesters­bach, banda­rískur karl­maður bú­settur á Hawa­ii, hefur höfðað mál gegn yfir­völdum eftir að hann var lokaður inn á geð­deild í heil tvö ár. Málið þykir allt hið ó­venju­legasta og má rekja til mis­taka sem voru gerð þegar hann var hand­tekinn árið 2017.

Í frétt AP kemur fram að Jos­hua hafi verið heimilis­laus og leitað skjóls á götum Honolulu, stærstu borgar Hawa­ii. Hann sofnaði fyrir utan gisti­skýli fyrir heimilis­lausa kvöld eitt árið 2017 og má í raun segja að það hafi reynst af­drifa­ríkt.

Lög­reglu­þjónn mætti á svæðið, vakti hann og til­kynnti honum að hann væri hand­tekinn. Taldi Jos­hua að hand­tökuna mætti rekja til þeirrar stefnu borgarinnar að banna fólki að sofa úti á götu.

Lög­reglu­þjónninn taldi að Jos­hua væri maður að nafni Thomas Cast­leberry, en Thomas þessi var eftir­lýstur vegna brots á skil­orðs­bundnum fangelsis­dómi sem hann fékk árið 2006.

Jos­hua reyndi að malda í móinn og út­skýra fyrir lög­reglu að hann héti Jos­hua Spriesters­bach en ekki Thomas Cast­leberry. Það er skemmst frá því að segja að hann talaði fyrir daufum eyrum yfir­valda og var honum komið fyrir inni á geð­deild ríkis­sjúkra­hússins á Hawa­ii þar sem hann fékk hin ýmsu lyf gegn vilja sínum.

Í stefnunni sem AP fjallar um kemur fram að þegar læknir áttaði sig á mis­tökunum tveimur árum síðar hafi lög­reglu­menn reynt að breiða yfir mis­tökin. Hann fer fram á ó­til­greinda upp­hæð í bætur vegna málsins og að læknar, lög­reglu­menn, sak­sóknarar og for­svars­menn sjúkra­hússins verði látnir sæta á­byrgð.

Í frétt AP kemur fram að mis­tökin megi lík­lega rekja til ársins 2011 þegar Cast­leberry var hand­tekinn fyrir að sofa í stiga­gangi skóla­byggingar í Honolulu. Við hand­tökuna gaf hann af ein­hverjum á­stæðum eftir­nafnið Cast­leberry sem var eftir­nafn afa hans. Taldi lög­regla því árið 2017 að þarna væri kominn fram hinn eftir­lýsti Thomas Cast­leberry en raunin var önnur.