Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum hefur á­kveðið að loka gossvæðinu fyrir um­ferð, sam­kvæmt til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­nesjum.

Á­kvörðunin er tekin vegna illsku­veðurs sem spáð er í dag. Í til­kynningunni segir að ekkert ferða­veður sé á svæðinu og að erfitt geti reynst fyrir við­bragðs­aðila að bregðast við út­köllum og sinna eftir­liti á svæðinu.