Tekin hefur verið á­kvörðun um að lokað verði inn á gos­stöðvarnar í dag mánu­daginn 8. ágúst vegna veður­að­stæðna en veður­út­lit fyrir svæðið er ekki gott. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Lög­reglu­stjóranum á Suður­nesjum.

Þar kemur einnig fram að sam­hliða lokun verður göngu­leið A lag­færð en það er sú göngu­leið sem flestir fara þegar farið er að gos­stöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lag­færingum á svæðinu.

Opnað verður fyrir að­gengi að gos­stöðvunum klukkan 10:00 á morgun, þriðju­daginn 9. ágúst, að öllu ó­breyttu, samkvæmt tilkynningunni sem má sjá hér að neðan.