Lokað verður fyrir almenning að gosstöðvum þar til í fyrramálið. Það kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Lokað hefur verið í dag vegna veðurs og slæmrar færðar og átti mögulega að opna seinnipartinn en í tilkynningu kemur fram að veðurútlit fyrir svæðið sé ekki gott og því sé enn lokað.

Viðbragðsaðilar funda að vanda í fyrramálið og verður tilkynnt að loknum fundi hvort að opið verði á morgun.