Lokað verður við gos­stöðvarnar í Mera­dölum á morgun vegna veðurs. Það kemur fram í til­kynningu frá Lög­reglunni á Suður­nesjum en það var á­kveðið á reglu­legum fundi við­bragðs­aðila í dag.

Fín veður­spá er í dag og opið að svæðinu en sam­kvæmt Veður­stofunni mun gas berast norðurs og gæti orðið vart á Vatns­leysu­ströndinni.

Í til­kynningu frá lög­reglunni kemur enn fremur fram að sjö göngu­menn hafi verið fluttir þreyttir af gos­stöðvunum í gær en rúm­lega fimm þúsund manns heim­sóttu þær í gær. Þá þurfti einnig að vísa nokkrum fjöl­skyldum frá göngu­leið A vegna þess að ung börn voru með þeim í för.