Lokað hefur verið fyrir um­ferð að gos­stöðvunum vegna hraun­flæðis. Í til­kynningu frá lög­reglunni kemur fram að það sé gert af öryggis­að­stæðum og er nú verið að rýma fjallið. Virkni tók sig upp að nýju í eld­gosinu eftir níu daga hlé og hefur virknin verið tölu­verð eftir að það gerðist.

Sigurður Berg­mann, aðal­varð­stjóri hjá Lög­reglunni á Suður­nesjum, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að rýmingin sé tíma­bundin og verði endur­skoðuð eftir há­degi.

„Við lokuðum fyrir að­gengi tíma­bundið vegna skyndi­legs mikils hraun­flæðis sem kemur til suðurs í Geldinga­dalina og er komið niður í Nátt­haga,“ segir Sigurður.

Fjallið hefur verið rýmt og göngu­leiðir A og B.

Segir í til­kynningu lög­reglunnar að við­bragðs­aðilar þurfi nú svig­rúm til að meta að­stæður.

Fólk er enn upp á Langahrygg samkvæmt vefmyndavél RÚV.