Innlent

Loka við Skóga­foss

Um­hverfis­stofnun hefur á­kveðið að loka svæði við Skóga­foss. Á­stæðan er mikið álag á svæðið.

Lokunin nær upp frá Fosstorfu­fossi, um 650 metra ofan við út­sýnis­pall Skóga­foss og mun standa uns bót verður á.

Um­hverfis­stofnun hefur á­kveðið að loka hluta svæðis við Skóga­foss sökum mikils á­lags á svæðið. Lokunin verður endur­skoðuð á næstu tveimur vikum. 

„Vegna um­ferðar gesta, hlýinda og mikilla leysinga í kjöl­far lang­varandi frosta­kafla, hefur skapast gríðar­legt álag á göngu­slóða og um­hverfi hans á Skóga­heiði ofan Fosstorfu­foss," sgir í til­kynningu frá stofnuninni. 

Um­rætt svæði sé gamall kinda­slóði, hluti af göngu­leið um Fimm­vörðu­háls sem hafi ekki verið lagaður að auknum fjölda ferða­fólks. Í ljósi stöðunnar hafi verið á­kveðið að loka svæðinu frá og með morgun­deginum, 23. febrúar. 

„Lokunin er annars vegar fram­kvæmd af öryggis­á­stæðum í þágu gesta en hins vegar til að vernda gróður um­hverfis göngu­slóðann. Lokunin nær upp frá Fosstorfu­fossi, um 650 metra ofan við út­sýnis­pall Skóga­foss og mun standa uns bót verður á. Stefnt er að endur­skoðun lokunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef á­stand breytist til batnaðar. Lokunin er gerð skv. 25 gr. a. laga nr. 60/2013 um náttúru­vernd.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Innlent

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Innlent

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Auglýsing

Nýjast

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Gul viðvörun norðvestantil í dag

Brexit gæti tafist um allt að tvö ár

Auglýsing