Björgunar­sveitir vinna nú að því að loka vegum upp í Mera­dali. Þetta segir Karen Ósk Lárus­dóttir, stað­gengill upp­lýsinga­full­trúa Lands­bjargar.

„Enn sem komið er eru björgunar­sveitir í við­bragðs­stöðu,“ segir Karen.

„Þær eru að sinna ein­hverjum lokunum en eru annars að bíða eftir frekari upp­lýsingum um um­fang gossins.“

Karen tekur fram að svæðið sé lokað fyrir bíla­um­ferð og að biðlað sé til fólks að fara ekki þangað á meðan verið er að meta stöðuna.

„Það er bara að fara eftir leið­beiningum al­manna­varna og fylgjast með fréttum. Á­standið er ó­tryggt eins og það er núna. Það er verið að vinna upp úr öllum upp­lýsingum og það verður bara að sýna bið­lund á meðan.“