Eigendur fataverslunarinnar Reykjavik í bænum Wolvega hafa ákveðið að skella í lás og loka búðinni eftir rúmlega 27 ára rekstur.

Fjallað er um málið í hollenskum fjölmiðlum þar sem rekstraraðilarnir Mike og Maaike Oude Lansink greina frá þessu.

Verslunin tók upp nafn Reykjavíkur árið 2016 en hét áður Snuffel og Lakeside frá því að móðir Mike Oude Lansink opnaði verslunina árið 1991.