Margir bíða ef­laust spenntir eftir að komast aftur í sund eftir tæp­lega tveggja mánaða lokun allra sund­lauga landsins vegna sam­komu­bannsins sem nú er í gildi. Á mið­nætti opna sund­laugarnar flestar aftur en þeim var heimilt að opna viku áður en al­mennari slökun á sam­komu­tak­mörkunum tekur gildi. Sund­laugar Reykja­víkur­borgar munu treysta gestum til að virða tveggja metra regluna eins og kostur er og hafa nánast alla þjónustu sína opna.


Sund­laugar landsins lokuðu 24. mars vegna CO­VID-19 far­aldursins eftir til­skipun frá sótt­varnar­lækni. Ný­lega var svo til­kynnt að sund­laugar fengju að opna aftur þann 18. maí og á­kváðu sveitar­fé­lögin í kjöl­farið að opna laugarnar strax á mið­nætti og hafa opið yfir nóttina.

Opnanirnar eru þó háðar vissum tak­mörkunum og er til dæmis miðað við að fjöldi gesta megi að­eins vera helmingur há­marks­fjöldanum sem er til­greindur í starfs­leyfi hverrar sund­laugar fyrir sig. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá í­þrótta- og tóm­stunda­sviði Reykja­víkur­borgar (ÍTR) verður há­marks­fjöldi gesta á klukku­tíma í hverri laug fyrir sig eftir­farandi:

  • Ár­bæjar­laug 120 gestir.
  • Breið­holts­laug 192 gestir.
  • Grafar­vogs­laug 110 gestir.
  • Laugar­dals­laug 350 gestir.
  • Sund­höll Reykja­víkur 120 gestir.
  • Vestur­bæjar­laug 115 gestir.

Þá eru börn sem eru fimm ára eða yngri ekki talin með í gestafjölda.

Treysta gestum


Stefnt er að því að þann 1. júní muni fjöldi sund­laugar­gesta miðist við 75% af annars leyfi­legum há­marks­fjölda undir eðli­legum kring­um­stæðum og þá er vonast til að þann 15. júní geti sund­laugarnar hleypt inn jafn mörgum og starfs­leyfin gera ráð fyrir.


Ein­hvers staðar á landinu verða svo enn strangari reglur og tak­markanir á þjónustu innan svæði sund­lauganna. Bragi Bjarna­son, deildar­stjóri frí­stunda- og menningar­deildar hjá Ár­borg, sagði í há­degis­fréttum á RÚV í dag að í sund­höll Sel­foss að fólk myndi helst finna fyrir tak­mörkunum í pottunum, sánu­klefanum og eimbaðinu. Til dæmis mættu að­eins 8 manns vera saman í heitum potti í einu og hver þeirra að­eins vera ofan í honum í 15 til 20 mínútur svo fleiri komist að.


Í svari Stein­þórs Einars­sonar, skrif­stofu­stjóra ÍTR, við fyrir­spurn Frétta­blaðsins segir að slíkar fjölda­tak­markanir í heitum pottum verði ekki í sund­laugum Reykja­víkur­borgar. Nánast öll þjónusta lauganna verði opin en ein­hverjar þeirra muni þó hrein­lega halda heitum pottum, sem eru í minni kantinum, lokuðum fyrst um sinn. Ekki er ljóst hvaða laugar munu grípa til þess ráðs.


Hann segir að það verði reynt að virða tveggja metra regluna alls staðar og að gestum lauganna verði treyst fyrir því að fara var­lega og taka eðli­legt til­lit til annarra gesta.