Kóp­a­vogs­bær hef­ur til­kynnt um lok­un hlut­a af hús­næð­i leik­skól­ans Aust­ur­kórs vegn­a mygl­u. Alls eru 76 nem­end­ur í skól­an­um en fund­að hef­ur ver­ið með for­eldr­a­ráð­i og starfs­fólk­i skól­ans vegn­a máls­ins. For­eldr­um hafa ver­ið upp­lýst­ir um stöð­u málu.

Kom­ið hef­ur í ljós mygl­a í klæðn­ing­u á út­vegg á suð­vest­ur­hlið leik­skól­ans. Sam­kvæmt Sig­ríð­i Björg Tóm­as­dótt­ur, al­mann­a­teng­ils Kóp­a­vogs­bæj­ar, „er lok­un­in gerð í var­úð­ar­skyn­i til að vernd­a starfs­menn og nem­end­ur.“

Mygl­an greind­ist eft­ir að starfs­mað­ur skól­ans kennd­i sér ein­kenn­a sem mög­u­leg­a væru vegn­a mygl­u­skemmd­a. Verk­fræð­i­stof­an Mann­vit var feng­in til að taka sýni sem send voru til Nátt­úr­u­fræð­i­stofn­un Ís­lands en ekki fannst mygl­a í þeim sýn­um.

Ráð­ist var í frek­ar­i sýn­a­tök­u og tek­in sýni úr ein­angr­un út­veggj­ar og gip­s­klæðn­ing­ar á suð­vest­ur­hlið leik­skól­ans þar sem orð­ið hafð­i vart við leka. Í þeim sýn­um greind­ist mygl­a.

Sá hlut­i hús­næð­is­ins sem lok­að­ur er hef­ur ekki ver­ið not­að­ur í dag­leg­u starf­i leik­skól­ans held­ur fyr­ir sér­kennsl­u fyr­ir litl­a hópa. Því er ekki gert ráð fyr­ir að lok­un­in hafi mik­il á­hrif á starf leik­skól­ans.

Við­gerð­ir eru hafn­ar á hús­næð­in­u og verð­ur ein­angr­un inn­an­dyr­a fjar­lægð. Þá verð­ur það klætt að utan á sam­bær­i­leg­an hátt og norð­ur­hlið þess.