Viða­mikil lokun verður á Hafnar­fjarðar­vegi á kvöldin og fram til morguns næstu fjóra daga.

Í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu kemur fram að klukkan átta í kvöld hefst vinna við út­skipti á gatna­lýsingu í Kópa­vogs­gjá á Hafnar­fjarðar­vegi. Ak­reininni í átt að Reykja­vík verði því lokað frá klukkan átta að kvöldi til hálf sjö að morgni daginn eftir fram til föstudagsins 13. janúar næstkomandi.

Hjáleið má sjá á meðfylgjandi mynd merkt með grænum lit. Lokunin er merkt með rauðum lit.
Fréttablaðið/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu