Alls eru 37 starfs­menn Land­spítala með kórónu­veiru­smit, þar af þriðjungur hjá skurð­lækninga­þjónustunni. Í dag var á­kveðið að loka helmingi skurð­stofa í Foss­vogi. Þetta kom fram í kvöld­fréttum RÚV.

„Við erum að á­kveða skipu­lag og um­gjörð í kringum þessar næstu vikur. Ef við reiknum með því að inn­lagnir vegna CO­VID-19 fari að þyngjast, þá verðum við bara að létta á á­laginu þeim megin,“ segir Vig­dís Hall­gríms­dóttir, for­stöðu­maður skurð­stofu- og gjör­gæslu­kjarna Land­spítalans í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Við erum með stóran hóp starfs­manna í sótt­kví um þessar mundir sem vinnur í mikil­vægum hlekk í þessari skurð­stofu­keðju. Þá getum við ekki verið með fulla starf­semi,“ segir hún enn fremur.

Vigdís segir hins vegar að þetta muni ekki hafa á­hrif á bráða­að­gerðir.

„Öllu svo­leiðis verður sinnt. Bráða­að­gerðum og krabba­meins­að­gerðum. Við munum gera ein­hverjar val­að­gerðir líka,“ segir Vig­dís.

Spurð um hvers konar að­gerðir verði settar á bið, segir Vig­dís að það verður metið daglega.

„Það verður metið á hverjum degi en þetta gæti orðið þessar minni að­gerðir þar sem verið er að taka pinna og skrúfur úr fólki sem hefur brotnað. Þetta gæti líka verið lið­skipta­að­gerðirnar mögu­lega. Svo eru þarna líka sér­greinar eins og háls, nef og eyrna og heila- og tauga. Þetta verður hver sér­grein að á­kveða fyrir sig,“ segir hún.

Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að tæplega 4.400 manns eru á biðlista eftir skurðaðgerð hjá Landspítalanum og er biðtími um sex mánuðir. Af þeim bíða 832 sjúklingar eftir liðskiptaaðgerð og er biðtíminn á bilinu sex til sjö mánuðir.

„Ef að við sjáum að far­aldurinn fer ekkert upp þá bara bætum við í. Við erum vön því og kunnum þetta,“ segir Vig­dís að lokum.