Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum hefur á­kveðið að loka fyrir um­ferð um Suður­strandar­veg á vegar­kafla á milli Krísu­víkur­vega­móta og Hrauns frá klukkan 13:00 í dag. Um­ferð sem á brýnt erindi á þessari leið verður hleypt um veginn. Göngu­leið að eld­gosinu í Geldinga­dölum verður einnig lokað vegna veðurs.

Fram undan er mikið hvass­viðri og stór­hríð og því ekkert úti­vistar­veður á svæðinu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra.

Sam­kvæmt veður­spá frá Veður­stofu Ís­land er spáð bæði vindi og frost á svæðinu.
Austan­áttin hefur mælst um 17 m/s við gos­stöðvarnar í morgun, það er þurrt og frostið um 7 gráður. Í dag hvessir enn frekar, og undir kvöld er út­lit fyrir austan 20-25 m/s og snjó­komu og skaf­renning með lé­legu skyggni og minnkandi frosti. Sem sagt stór­hríð og ekkert úti­vistar­veður. lægir seint í kvöld, og í nótt og fyrra­málið verða austan 5-10 m/s og él á svæðinu, með hita ná­lægt frost­marki.

Um og eftir há­degi á morgun lægir svo enn frekar og áttin verður breyti­leg. Annað kvöld snýst svo í norðan 10-15 m/s og styttir upp og kólnar. Á­fram norðan 10-15 og þurrt á mánu­dag, en síð­degis snýst í minnkandi norð­austan­átt. Vægt frost

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg á vegarkafla á milli...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Laugardagur, 27. mars 2021