Hlöllabátar hafa tímabundið lokað útibúi sínu í Smáralind eftir að starfsmaður þar greindist með COVID-19.

Hafa allir starfsmenn staðarins verið sendir í sóttkví í samræmi við tilmæli frá rakningateymi almannavarna og verður útibúið því lokað næstu sjö daga.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Hlöllabáta en stjórnendur keðjunnar hyggjast nú bjóða starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar og rakningateymis almannavarna fría Hlöllabáta næstu vikuna sem þakklætisvott fyrir vinnu þeirra í faraldrinum.

Í vor gátu starfsmenn Landspítala og lögreglu snætt á Hlöllabátum sér að endurgjaldslausu.

„Með þessu litla framlagi okkar vonum við að fólkið sem sinnir mikilvægu starfi í framlínunni finni þakklætið fyrir þeirra störf. Þegar öllu er á botninn hvolft þá stöndum við öll saman í þessari baráttu.“

Lokað næstu sjö daga í Smáralind ❤️ Upp er komið smit hjá starfsmanni á Hlöllabátum í Smáralind. Í samráði við...

Posted by Hlöllabátar/Hlölli - Hinn eini sanni on Thursday, October 1, 2020