Búið er að hemja eldinn á Kanaríeyjum þannig að allri íbúar hafa getað snúið aftur til heimilla sinna. Vonast er til að takist að slökkva eldinn endanlega í dag. Eldurinn kviknaði á laugardaginn síðastliðinn út frá logsuðutæki. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er laus og hefur greitt lausnargjald. Eldurinn kviknaði fyrir slysni út frá tækinu í fjalllendi Las Peñas. Meira en 500 manns unnu að slökkvistörfunum á landi en oft þurfti að gera hlé á slökkkvistörfum vegna hvassviðris.

Söfnun er nú hafin á vegum The Canary News og sálfboðaliðasamtakanna The Long Walk Gran Canaria til að tryggja öllum sem yfirgefa þurftu heimili sín vatn en leiðslur fóru víða í sundur vegna eldanna. Einnig verður hluti fjármagnsins notaður til að standa straum af kostnaði við að gróðursetja tré á brunnu svæðunum.

Bruninn á eyjunni er óvenjustór en talið er að brennuvargur hafi aukið útbreiðslu eldsins við bæinn Telde. Stjórnvöld biðla til fólks að fara varlega með eldfæri þar sem afleiðingarnar geta reynst dýrkeyptar í þeim heitu veðrum sem hafa verið undanfarið.