Sí­fellt fleiri mál eru höfðuð á hendur ríkis­stjórnum og fyrir­tækjum vegna lofts­lags­mála. Frá árinu 2015 hafa meira en þúsund mál verið höfðuð víða um heim með það að mark­miði að vernda um­hverfið og draga úr út­blæstri gróður­húsa­loft­tegunda. Í 37 þeirra eru ríkis­stjórnir sakaðar um að hafa ekki staðið við lof­orð um að­gerðir í lofts­lags­málum eða að hafa ekki sett sér nógu há­leit mark­mið til að draga úr mengun.

Auk þess hefur fjöldi mála verið höfðaður vegna ein­stakra verk­efna eða at­vinnu­hátta, til að mynda vegna kola­graftar í Ástralíu eða skógar­eyðingu í Brasilíu.

Fri­ederike Otto er einn helsti sér­fræðingur heims í lofts­lags­málum, nánar til­tekið á­hrifum mann­kyns á veður­brigði eins og hita­bylgjur og flóð. Hann starfar hjá Ox­ford-há­skóla og fékk árið 2018 sím­tal frá lög­fræðingnum Petra Minnerop hjá há­skólanum í Dur­ham á Eng­landi. Hún hefur kannað hvernig nýta megi réttar­kerfið í bar­áttunni gegn lofts­lags­breytingum.

Minnerop vildi að­stoð frá Otto við að út­búa gögn sem nýta mætti í slíkum lög­sóknum. Vísinda­rök eru helsti grund­völlur málsóknana en Otto segir í sam­tali við Nature að þau vísindi sem höfð séu til grund­vallar séu oft á tíðum ekki þau nýjustu.

„Það er mikill munur í mörgum til­fellum milli þess sem hægt er að full­yrða með vísinda­legum hætti og þess sem lagt er fyrir dóm­stóla,“ segir hann.

Í rann­sókn sem Minnerop, Otto og fleiri gerðu og birt var í júní kemur fram að ekki sé oft horft til rann­sókna á á­hrifum mann­kyns á lofts­lagið er dómarar dæma í málum sem höfðuð eru til að berjast gegn lofts­lags­breytingum. Efa­semdir séu uppi um á­reiðan­leika þeirra en í nýjustu skýrslu IPCC um lofts­lags­breytingar er frekari stoðum rennt undir slíkar rann­sóknir og horfa megi til þeirra er dæmt er í slíkum málum. Dómarar eru var­færnir við að vísa til rann­sókna um á­hrif mann­fólks á lofts­lagið.

„Öll þau vísindi sem gagnast gætu til að sann­færa dómara um að mengandi aðilar séu á­byrgir fyrir gjörðum sínum eða fyrir því sem þeir gera ekki gætu breytt öllu,“ segir Minnerop. Erfiðara sé þó að sann­færa dómara um að dæma skaða­bætur. „Það er erfitt að í­mynda sér að dómari fallist á skaða­bóta­kröfu og segi fyrir­tæki að borga sekt vegna á­hrifa þeirra. Þetta gæti opnað fyrir flóð­gáttir.“

Það verður sí­fellt erfiðara fyrir dóm­stóla að horfa fram hjá slíkum rann­sóknum segir Peter Frum­hoff hjá sam­tökunum Union of Concer­ne­d Scientists sem berjast gegn lofts­lags­breytingum. Skýrsla IPCC sé rammi fyrir viður­kenndar rann­sóknir í lofts­lags­málum en dugi þó ekki til. „Það er til gagns að hafa IPCC sem um­gjörð fyrir viður­kennd lofts­lags­vísindi. En IPCC gögn duga ekki alltaf til fyrir dómi. Myndin er stærri,“ segir hann.

Skýrslur IPCC eru mörg ár í vinnslu og þegar þær koma út eru þau gögn og þær rann­sóknir sem eru þeim til grund­vallar oft úr­elt þegar þær koma út. Otto segir að nú hafi vísindum fleygt mikið fram og oft sé hægt að vinna skýrslur um veður­at­burði einungis nokkrum dögum eða vikum síðar, sem gagnast gætu fyrir dómi.

Dóm­stólar munu þó ekki bjarga um­hverfinu segir Jan Rotmans, lofts­lags­vísinda­maður hjá hollenskri rann­sóknar­mið­stöð. „Dóm­stólar geta ekki knúið á um orku­skipti á heims­vísu sem þarf til að koma á jafn­vægi í lofts­laginu. Að vinna mál er eitt, að losna við jarð­efna­elds­neyti er annað.“