Löregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd. BBC greinir frá.

Floyd, svartur maður frá Minneapolis í Minnesota-fylki, lést á mánudaginn eftir að lögregluþjónninn kraup á hálsi hans og þrengdi að öndunarveginum. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið gríðarlega mikla reiði vestanhafs og er nú til rannsóknar hjá lögregluembættinu og bandarísku alríkislögreglunni. Chauvin var sagt upp störfum í kjölfarið ásamt þremur öðrum lögreglumönnum.

Mót­mælendur hafa safnast saman í borginni til að mót­mæla að­gerðum lög­reglunnar og til að krefjast þess að lögreglumennirnir verði allir ákærðir.

Mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtu fólki

Mikil reiði er vestanhafs vegna andláts Floyds en þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem fjallað er um lögregluofbeldi gegn svörtu fólki í Bandaríkjunum.

Lög­regla mætti mótmælendum í borginni og beitti tára­gasi. Gúmmíkúlum var skotið að mót­mælendum sem höfðu safnast saman fyrir utan lög­reglu­stöð í borginni.

Sumir nýttu sér mótmælin til að skapa óeirðir og fóru sumir ráns­hendi um Target verslun.

Á öðrum stöðum kviknuðu eldar í hús­næði fyrir­tækja og töldu vitni að elds­voða í einni bíla­vöru­verslun að brennu­vargar hafi verið að verki. Myndir og mynd­bönd af vett­vangi sýna víð­tækar skemmdir í borginni.

And­lát Floyd er að mörgu leiti talið minna á mál Eric Garner sem var einnig myrtur af lögreglumanni sem tók hann hálstaki. Málið hleypti af stað um­ræðu um kyn­þátta­mis­rétti í Banda­ríkjunum og starf­semi lög­reglunnar sem lifir enn í dag.