Stjórn­völd í Þýska­landi hafa leyst upp lög­reglu­sveit og vikið 18 lög­reglu­þjónum úr starfi eftir að upp komst um spjall­þráð þeirra sem innihélt rasísk skila­boð og lof á nas­istum. Þetta kemur fram í frétt New York Times.

Upp komst um spjall­þráðinn fyrir til­viljun þegar verið var að rann­saka síma eins lög­reglu­þjónsins í ó­tengdu barna­kláms­máli.

Þýsk stjórn­völd hafa undan­farið verið að beita sér gegn upp­risu öfga-hægri skoðana innan lög­reglunnar. Þá hefur nokkrum lög­reglu­þjónum víðsvegar í Þýskalandi verið sagt upp eða gefin á­minning fyrir að deila færslum á samfélagsmiðlum sem innihalda haka­krossa, myndir af Hitler og útlendingaandóf.

Í sam­bands­ríkinu Hes­se er nú verið að rann­saka tæplega hundrað lög­reglu­þjóna fyrir öfga-hægri skoðanir, að þessari sveit með­talinni.