Lög­reglu­stjórinn á Suður­landi er ekki van­hæfur til þess að fara með mál gegn Hregg­viði Her­manns­syni, bónda í Flóa­hreppi. Þetta er niður­staða Lands­réttar, sem hefur fellt úr gildi úr­skurð Héraðs­dóms Suður­lands þess efnis að lög­reglu­em­bættið sé van­hæft til þess að með málið.

Frétta­blaðið greindi frá því í síðasta mánuði að em­bætti lög­reglu­stjórans á Suður­landi hafi verið úr­skurðað van­hæft í málinu, en Hregg­viður var á­kærður fyrir eigna­spjöll og brot á vega- og um­ferðar­lögum í kjöl­far ná­granna­erja milli hans og hjónanna Ragnars Vals Björg­vins­sonar og Fríðar Sól­veigar Hannes­dóttur. Erjurnar hafa staðið yfir í um fimm­tán ár.

Sakar lögreglu um einelti og ásóknir

Hregg­viður bar því við fyrir dómi að tveir af þremur starfs­mönnum á­kæru­sviðs á Suður­landi tengdust hjónunum og kvaðst hafa orðið fyrir stöðugum á­sóknum og ein­elti af hálfu lög­reglunnar á Suður­landi. Hlut­lægnis­skyldu hafi þar af leiðandi ekki verið gætt við rann­sókn málsins og út­gáfu á­kæru á hendur sér. Héraðs­dómur Suður­lands komst í kjöl­farið að þeirri niður­stöðu að lög­reglu­stjórinn væri van­hæfur í málinu, á meðan Lands­réttur var því ó­sam­mála. Engin hald­bær rök séu fyrir því að lög­reglu­stjórinn hafi ekki gætt að hlut­lægnis­skyldu sinni.

Erjur Hregg­viðs og Ragnars Vals og Fríðar hafa oft ratað í fjöl­miðla. Hregg­viður er fæddur að Lang­holti 1 í Flóa­hreppi en Ragnar og Fríður fluttu þangað 1990. Fyrstu fimm­tán árin voru ekki á­rekstrar milli ná­grannanna en þá fóru hjónin í mál við Hregg­við út af veiði­réttindum í Hvít­á. Hafði Hregg­viður þá betur. Í kjöl­farið hefur nánast stríðs­á­stand ríkt og kærur gengið á víxl.

Segja má að há­punktur deilnanna hafi verið þegar Ragnar Valur var fundinn sekur um að hafa keyrt á Hregg­við 2017. Hlaut hann sex mánaða skil­orðs­bundinn fangelsis­dóm og þurfti að greiða Hregg­viði 700 þúsund krónur í bætur. Ragnar Valur á­frýjaði til Lands­réttar sem tekur málið fyrir á næsta ári. Á­kæran á hendur Hregg­viði er í fjórum liðum fyrir eigna­spjöll og brot á vega- og um­ferðar­lögum.