Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur fellt niður rann­sókn sína á meintri hatur­s­orð­ræðu Arnars Sverris­sonar sál­fræðings. Arnar greinir sjálfur frá þessu á Face­book síðu sinni.

Í ágúst 2020 skrifaði Arnar greinina „Kyn­röskun stúlkna. Hin nýja „móður­sýki“ á Vísi. Arnar fjallaði þar um kyn­leið­réttinga­að­gerðir og sagði að kyn­röskunar­farladur hefði brotist út meðal ungra kvenna.

„Kyn­­skipti [...] skyldi fram­­kvæma að ítar­­lega at­huguðu máli, því heil­brigð líf­­færi eru skemmd við að­­gerðina og önnur gerð ó­­­starf­hæf, án þess að starf­hæf kyn­­færi og kyn­t­engd starfs­hæfni mið­tauga­­kerfis hins óskaða kyns verði sköpuð. Kyn­vaka­­gjöf veldur ó­­aftur­kræfum breytingum. Karl­­kona verður ekki að eigin­­legri konu, kvenkarl ekki að eigin­­legum karli,“ skrifaði Arnar meðal annars í grein sinni.

Grein Arnars var harð­lega gagn­rýnd og sagði fé­lag trans fólks á Ís­landi að full­yrðingar Arnars væru ekki neinu við nú­tíma skil­greiningar, og í sumum til­fellum hreinn upp­spuni.

Tanja Vig­dís­dóttir, sem svaraði grein Arnars á Vísi níu dögum síðar, kærði Arnar til lög­reglu fyrir skrif sín fyrr á þessu ári. Lög­reglan vísaði málinu frá en ríkis­lög­reglu­stjóri á­kvað síðan að beina því að lög­reglu að hefja sakamálarannsókn á ummælum Arnars.

Eva Hauks­dóttir, lög­maður Arnars, sagði fyrr á þessu ári að á­kvörðun ríkis­sak­sóknara um að hefja saka­mála­rann­sókn á skoðunum Arnars væri að­för að tjáningar­frelsinu en Arnar var kallaður inn til yfir­heyrslu hjá lög­reglunni í júní.

„Hatur­s­orð­ræðan; þriðji kapítuli. Svo virðist sem ríkis­sak­­sóknara og þrýsti­hópi kyn­­skiptinga verði ekki að þeirri ósk sinni að vista mig á Hólms­heiðinni og hafa af mér sektar­­fé, því mér barst í fyrra­­dag svo­­fellt bréf frá lög­­reglu­­stjóra­em­bættinu á höfuð­­borgar­­svæðinu,“ skrifar Arnar á Face­book í dag.

„Lög­­reglu­­stjórinn á höfuð­­borgar­­svæðinu hefur haft ofan­­­greint mál til rann­­sóknar. Rann­­sókn málsins er nú lokið og hafa rann­­sóknar­­gögn verið yfir­­farin með hlið­­sjón af 145. gr. laga um með­­ferð saka­­mála nr. 88/2008. Það sem fram hefur komið við rann­­sókn málsins þykir ekki nægjan­­legt eða lík­­legt til sak­­fellis, sbr. nefnda 145. gr. Málið er því fellt niður,“ bætir hann við.