Lög­reglu­mennirnir tveir, sem hrintu mót­mælanda á átt­ræðis­aldri í jörðina á fimmtu­daginn, hafa neitað sök í dóms­máli sem var höfðað gegn þeim vegna at­viksins. Þeim var báðum vikið úr starfi hjá lög­reglunni í Buffa­lo í New York.

Mynd­band af at­vikinu fór í dreifingu á fimmtu­daginn en þar sjást lög­reglu­mennirnir tveir hrinda eldri manni í jörðina. Maðurinn gerði lítið annað en að nálgast lög­regluna en hann var á gangi á götunni og hafði verið á frið­samri minningar­at­höfn um Geor­ge Floyd, sem lést eftir að lög­reglu­þjónn þrengdi að öndunar­vegi hans með hné sínu.

Mikil mót­mæli hafa brotist út í Banda­ríkjunum eftir and­lát Geor­ge Floyd og hafa ýmis mynd­bönd af lög­reglunni, sem beitir mót­mælendur hörku og jafn­vel ó­þarfa of­beldi, farið í dreifingu. Mynd­bandið af lög­reglu­mönnunum hrinda hinum 75 ára gamla Martin Gugino í jörðina er eitt þeirra. Hann sést svo liggja í jörðinni þar sem blóð lekur úr eyra hans. Lög­reglu­mennirnir virðast hafa lítinn á­huga á að sinna manninum.

Maðurinn var færður á slysa­deild þar sem í ljós kom að hann hafði hlotið al­var­lega höfuð­á­verka þegar hann skall í jörðina. Lög­reglu­mennirnir voru í kjöl­farið á­kærðir fyrir líkams­á­rás og hafa nú báðir neitað sök.

Fylkisstjóri New York fylkis Andrew Cu­omo sagði á föstu­daginn í kjöl­far at­viksins að honum hefði orðið bein­línis ó­glatt við að sjá mynd­bandið. Hann hvatti dóm­stóla í fylkinu til að af­greiða málið hratt og örugg­lega en á sann­gjarnan hátt. Lög­reglu­mennirnir mæta fyrir dóm þann 20. júní.