Lög­reglu­maður var skotinn til bana í Croydon, suðurhluta Lundúnarborgar í nótt.

Sam­kvæmt BBC var lög­reglu­maðurinn skotinn af manni sem var í varðhaldi í forræðismiðstöð á Windmill Lane.

Talið er að maðurinn hafi verið færður á forræðismiðstöðina, þar sem var leitað á honum, en hann hafi síðar dregið upp skot­vopn og skotið lög­reglu­manninn og svo sjálfan sig. Atvikið átti sér stað rétt eftir tvö í nótt að staðartíma

Skotmaðurinn er sagður vera tuttugu þriggja ára gamall maður en hann liggur nú á spítala í krítísku á­standi. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum kemur fram að enginn skotvopn í eigu lögreglunnar voru notuð í árásinnni.

Forræðismiðstöðin í Croydon.
Ljósmynd/Google