Tíu manns, þar af einn lög­reglu­maður, eru látin eftir skot­á­rás í King Soopers stór­markaðinum í Bould­er í Col­or­ado-ríki í gær en á­rásar­maðurinn er nú í haldi lög­reglu. Lög­reglan í Bould­er greindi frá því á blaða­manna­fundi í gær­kvöldi að maðurinn hafi særst við hand­töku og væri nú á spítala.

„Þetta er harm­leikur og mar­tröð fyrir Bould­er-sýslu,“ sagði sak­sóknarinn Michael Doug­her­ty á fundinum í gær. Þau gáfu ekki upp nafn skot­á­rásar­mannsins eða nánari upp­lýsingar um á­rásina þar sem rann­sókn væri yfir­standandi. Þá hefur á­stæðan að baki á­rásarinnar ekki verið gefin út.

Mat­væla­risinn Kroger, sem rekur King Soopers verslanirnar, sagði í yfir­lýsingu að þau væru miður sín vegna á­rásarinnar og að um til­gangs­laust of­beldi hafi verið að ræða. Ó­ljóst er hvort skot­á­rásin hófst inni í versluninni eða fyrir utan en vitni sáu nokkra á jörðinni fyrir utan verslunina.

Önnur árásin á innan við viku

Um er að ræða aðra skot­á­rásina í Banda­ríkjunum á innan við viku en átta manns létust eftir skot­á­rásir á heilsu­lindir í At­lanta í síðustu viku. Sex asískar konur voru meðal látinna og vilja margir að málið sé rann­sakað sem haturs­glæpur.

Það mál er nú til rannsóknar en lögregla hefur ekki viljað gefa það út með vissu að um hafi verið að ræða hatursglæp.