Bar­daga­hani varð filipps­eyska lög­reglu­manninum Christine Bo­lok að bana í Filipps­eyjum á dögunum. Lög­reglan gerði skyndi­á­hlaup á ó­lög­legt hana­at í Norður-Samar þegar haninn réðist á lög­reglu­manninn.

Bo­lok varð fyrir svo­kölluðum goggi hanans, hár­beitts hnífs­blaðs sem er að stað­aldri bundið við fót bar­daga­hana. Hnífs­blaðið skarst í vinstra læri Bo­lok og sneið í gegnum lærslag­æð hans. Hann var snar­lega fluttur á sjúkra­hús en var úr­skurðaður látinn við komuna.

Ó­út­skýran­legt slys

„Ég trúði þessu ekki þegar ég heyrði þetta fyrst,“ sagði lög­reglu­stjóri héraðsins, Arnel Apud, í sam­tali við AFP. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 25 ára ferli sem ég hef misst mann í tengslum við hana­at.“

Lög­reglu­stjórinn sagði „ó­út­skýran­lega ó­heppni“ hafa valdið slysinu. Hann vottaði fjöl­skyldu Bo­lok einnig sína dýpstu sam­úð.

Þrír menn hafa verið hand­teknir í tengslum við málið og sjö bar­daga­hanar. Þá voru tveir goggar gerðir upp­tækir á­samt um 550 filipps­eyskum pesóum. Þrír menn grunaðir um aðild að hana­atinu ganga enn lausir.