Landsréttur hefur staðfest 45 daga fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanni fyrir líkamsárás. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Lögreglumaðurinn, sem er rúmlega þrítugur, var dæmdur vegna líkams­á­rásar í harka­legri hand­töku á Iris­hman Pub í mið­bæ Reykja­víkur fyrir tveimur árum. Brota­þola voru engar bætur dæmdar.

Í skaða­bóta­­kröfu kom fram að dyra­vörður hafi meinað manninum að fara með glas út af staðnum. Dyra­vörðurinn hafi verið á tali við tvo lög­­reglu­­þjóna og annar þeirra í fram­haldinu stokkið á brota­þola, rifið í háls­­málið á honum, hent honum út af staðnum og út á gang­­stétt.

Brota­þoli hafi því næst sett hendur sínar ó­­­sjálf­rátt í varnar­­stöðu. Lög­­reglu­­maðurinn túlkað það sem árás og stokkið á brota­þola og tekið hann harka­­legu háls­taki og rykkt sér þannig að hann lenti á gólfi staðarins. Þess næst var maðurinn hand­­tekinn.

Greint var fyrst frá dómnum á vef Vísi, en þar segir að meðal gagna í málinu hafi verið upptökur úr eftirlitsmyndavélum, bæði á staðnum og í lögreglubíl.

Í skaða­bóta­­kröfunni segir að að­­ferðir lög­­reglu­­þjónsins hafi strax verið of að­­gangs­harðar miðað við ætlað til­­efni. Ekki hafi verið til­­efni til hand­töku. Hinn 64 ára brota­þoli ekkert gert af sér sem rétt­lætti „þess­ar harka­­­legu og til­­­efn­is­lausu að­­gerðir lög­regl­unn­ar.“