Dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu greinir frá því að lög­reglu­maður hafi verið bitinn í Hlíða­hverfinu. Meiri upp­lýsingar eru ekki gefnar um málið en það er sagt vera í rann­sókn.

Tvær líkams­á­rásir voru gerðar á skemmti­stöðum í mið­bænum í nótt og ein í Ár­bænum. Lög­reglan hafði einnig af­skipti af níu öku­mönnum sem voru grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna.

Eitt um­ferðar­slys varð þegar ein­stak­lingur féll af raf­hlaupa­hjóli í mið­bænum með þeim af­leiðingum að hann fékk á­verka í and­liti og brotna tönn.