Lög­reglu­maður hefur nú verið á­kærður fyrir morð á fyrrum leik­manni Aston Villa, Dali­an At­kin­son, en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. At­kin­son lést fljót­lega eftir að lög­reglu­menn notuðu raf­byssu á hann fyrir utan heimili föður hans.

At­vikið átti sér stað í Tel­ford í Eng­landi þann fimm­tánda ágúst árið 2016 en At­kin­son var fluttur á spítala eftir at­vikið þar sem hann lést skömmu síðar. Að sögn ættingja átti fót­bolta­maðurinn við ýmis heilsu­fars­leg vanda­mál að stríða og hafði verið veikur fyrir hjartanu þegar at­vikið átti sér stað.

Stuðningsmenn Aston Villa klöppuðu til heiðurs Atkinsons í leik félagsins gegn Huddersfield daginn eftir að hann lést.
Fréttablaðið/Getty

Þá hefur annar lög­reglu­maður verið á­kærður fyrir líkams­á­rás en nafn lög­reglu­mannanna hefur ekki verið gefið upp og búist er við að varnar­aðilar mannanna muni óska eftir að þeir verði á­fram nafn­lausir.

„Hugur okkar heldur á­fram að liggja hjá fjöl­skyldu og vinum Dali­an At­kin­son á þessum erfiðu tímum,“ sagði lög­reglan í til­kynningu eftir að til­kynnt var um á­kæruna. Að­spurður um málið sagði yfir­lög­reglu­þjónn að ekki væri við hæfi að ræða málið frekar að þessu sinni.

Dali­an At­kin­son hóf feril sinn hjá fót­bolta­liðinu Ipswich en spilaði síðar fyrir liðin Sheffi­eld Wed­nes­day, Real Sociedad, Aston Villa og Fenerbahçe í Tyrk­landi en hann var 48 ára þegar hann lést.