Lögregluaðgerðir áttu sér stað á þriðja tímanum í dag við Egilsgötu, nánar tiltekið við móttökumiðstöð flóttafólks í Domus Medica.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögreglan farin af vettvangi.

Aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri hægt að tjá sig um málið að svo stöddu.