Lög­reglu­stjóranum á Austur­landi var ó­heimilt að leggja fyrir per­sónu­leika­próf á ensku fyrir um­sækj­endur um starf varð­stjóra hjá em­bættinu.

Þetta kemur fram í á­liti um­boðs­manns Al­þingis, sem benti á að þröngar undan­tekningar væru frá því að nota ís­lensku hvarvetna í opin­berri stjórn­sýslu.

Um­boðs­maður segir að per­sónu­leika­próf á ensku hefði að ein­hverju leyti reynt á hversu gott vald um­sækj­endur hefðu á sér­hæfðum orða­forða er­lends tungu­máls, en aug­lýsing um starfið hafði ekki gert ráð fyrir slíkri kröfu.

„Þá höfðu um­sækj­endurnir þrír starfað undan­farin ár hjá em­bættinu og því hefði mátt ætla að hald­bær vit­neskja hefði legið þar fyrir um þá per­sónu­legu eigin­leika þeirra sem einkum skiptu máli í þessu til­liti,“ segir í á­litinu.

Í niður­stöðu um­boðs­manns segir að ó­heimilt hefði verið að leggja fram per­sónu­leika­próf á ensku.

„Nema um­sækj­endur hefðu sam­þykkt slíka til­högun fyrir fram og þá án þrýstings en leggja yrði til grund­vallar að svo hefði ekki verið í til­viki þess sem kvartaði. Sá ann­marki væri þó ekki lík­legur til að breyta niður­stöðu ráðningar­ferlisins þannig að á­stæða væri til að beina því til lög­reglu­stjórans að rétta hlut við­komandi.“