Lög­reglunni bárust 125 til­kynningar um nauðganir fyrstu sex mánuði ársins, en það er fjölgun um 28 prósent á milli ára. Meiri­hluti þeirra áttu sér stað á höfuð­borgar­svæðinu, eða 66 prósent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkis­lög­reglu­stjóra.

Lög­reglunni bárust einnig sjö til­kynningar á dag um heimilis­of­beldi eða á­greining, eða um 205 til­kynningar á mánuði fyrstu sex mánuði ársins. Aldrei hefur lög­reglunni borist fleiri til­kynningar um heimilis­of­beldi.

Til­kynnt um 21 nauðgun á mánuði

Til­kynningar til lög­reglu eru þrjá­tíu prósent fleiri en þær á sama tíma á síðustu þremur árum. Að meðal­tali eru skráðar 21 til­kynningar um nauðgun á mánuði hjá lög­reglunni.

Þegar skoðuð er tíma­setning nauðgana eftir árum og em­bættum um helgar, þá eiga 66 prósent þeirra sér stað á höfuð­borgar­svæðinu og 65 prósent þeirra á tíma­bilinu 18:00 til 06:00.

Fram kemur í skýrslunni að til­kynningum um nauðganir hafi fækkað á meðan sótt­varnar­tak­markanir stóðu sem hæst vegna Co­vid-10 heims­far­aldursins. „Þegar losað var aftur um tak­markanir fjölgaði til­kynningum til lög­reglunnar á nýjan leik,“ segir í til­kynningunni.

„Verum vakandi“ og „Góða skemmtun“

Frá því í mars til ágúst á þessu ári stóðu dóms­mála­ráðu­neytið, Neyðar­línan, Ríkis­lög­reglu­stjóri, lög­reglan og fjöldi annarra sam­starfs­aðila fyrir vitundar­vakningu undir slag­orðunum „Verum vakandi“ og „Góða skemmtun.“

Því var beint sér­stak­lega að skemmtana­lífinu og við­burðum með það tví­þætta mark­mið að fækka brotum og fjölga til­kynningum til lög­reglunnar.

Alls bárust 328 til­kynningar um kyn­ferðis­brot til lög­reglunnar á fyrstu sex mánuðum ársins, en það sam­svarar fimm prósenta fjölgun frá síðustu þremur árum þar á undan.

Skráðum blygðunar­semis­brotum og kyn­ferðis­brotum gegn börnum fækkar.

„Brot vegna kyn­ferðis­legrar á­reitni og brot gegn kyn­ferðis­legri frið­helgi heldur hins vegar á­fram að fjölga, og voru 64 á tíma­bilinu. Til saman­burðar var til­kynnt um 36 brot að jafnaði síðustu þrjú ár þar á undan, eða aukning um 78 prósent,“ segir í til­kynningunni.

Meðal­aldur grunaðra er 35 ár og var 95 prósent þeirra karlar, þar af 33 prósent undir 25 ára.

Sjö til­kynningar á dag um heimilis­of­beldi

Lög­reglunni bárust sjö til­kynningar á dag um heimilis­of­beldi eða á­greining, eða um 205 til­kynningar á mánuði fyrstu sex mánuði ársins. Aldrei hefur lög­reglunni borist fleiri til­kynningar um heimilis­of­beldi.

Á fyrstu sex mánuðum ársins barst lög­reglu 1232 til­kynningar um heimilis­of­beldi og á­greining milli skyldra eða tengdra aðila, það jafn­gildir um sjö á dag. Um er að ræða 13 prósent aukningu saman­borið við síðustu þrjú ár.

„Þegar ein­göngu er litið til heimilis­of­beldis­mála, þ.e. til­vika þar sem grunur er um brot á borð við líkams­á­rásir, hótanir eða eigna­spjöll, þá eru til­vikin 592 eða 3% fleiri en á sama tíma 2021 og tæp­lega 2% fleiri en árið 2020 í miðjum heims­far­aldri,“ segir í til­kynningunni.

Heimilis­of­beldis­mál eru nú orðin meira en helmingur líkams­meiðinga og mann­dráps­mála sem koma á borð lög­reglunnar.