Lögreglan á Akureyri leitar að manni sem var staddur í miðbæ Akureyrar á göngugötunni aðfaranótt sunnudags 31. október.

Maðurinn er vitni í máli sem lögreglan rannsakar og vill hún því ólm ná tali af manninum.

Þá vekur athygli að lögreglan tekur fram hvers konar höfuðfat maðurinn bar þessa örlagaríku nótt.

„Um er að ræða karlmann sem klæddur var jakka og sixpensara,“ lýsir lögreglan í tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Ef lesendur kannast við lýsinguna á manninum er þeim bent að hafa samband við lögregluna í gegnum síma eða samfélagsmiðla eða koma við á lögreglustöðinni í Þórunnarstræti 138, Akureyri.