Mikið mildi þykir að ekki fór verr þegar lögreglan veitti ökumanni bifreiðar eftirför á tíunda tímanum í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ökumaðurinn hafði virt að vettugi stöðvunarmerki lögreglunnar og ók hann Reykjanesbraut til norðurs uns för hans var stöðvuð á móts við Stekkjarbakka í Reykjavík.

Engin slys urðu á fólki en þrjú ökutæki skemmdust við eftirförina.

Ökumaðurinn ók bifreiðinni langt yfir leyfðan hámarkshraða og var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa verið stöðvaður og færður á lögreglustöð.

Hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.