Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hálku sunnan og vestanlands, einkum seinnipartinn og í kvöld.
„Víða verður hætt við myndun lúmskrar hálku sunnan- og vestanlands, einkum seinnipartinn og í kvöld, eftir að það styttir upp, lægir og léttir til. Gerist jafnvel þó lofthiti haldist í þremur til fjórum stigum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Veðurhorfur næsta sólahringinn eru sunnan og suðaustan 5 til 13 metrar á sekúndur og skúrir, en hægari bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti víða 1 til 6 stig. Það dregur úr vindi og skúrum seinnipartinn, hæg breytileg átt og þurrt að kalla í kvöld og kólnar.
Á morgun má búast við hægri norðlæg eða breytilegri átt og víða bjartviðri á morgun, en skýjað með köflum fyrir norðan og sum staðar lítils háttar væta á Norðausturlandi. Hiti í kringum frostmark.
Þá segir í athugasemd frá veðurfræðing að víða megi búast við hálku.
„Víða verður hætt við myndun lúmskrar hálku sunnan- og vestanlands, einkum seinnipartinn og í kvöld, eftir að það styttir upp, lægir og léttir til. Gerist jafnvel þó lofthiti haldist í þremur til fjórum stigum.“