Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu varar við miklum fjölda svika­pósta sem fólki berst um þessar mundir og hvetur fólk til að vera tor­tryggið. Til­gangur tölvu­póstanna er að blekkja fólk til að leggja pening inn á ó­prúttna aðila, undir því yfir­skini vera raun­veru­leg fyrir­tæki.

„HOL­SKEFLA AF SVIKA­TIL­RAUNUM

Temjið ykkur tor­tryggni og sparið 160.000 kr. eða meira.

Það rignir inn til­kynningum um til­raunir til að svíkja fé af fólki í nafni póstsins, DHL og Net­flix. Við vitum líka til þess að nokkur fjöldi ein­stak­linga hefur fallið í þessa gildru“, segir lög­reglan.

Vissara að grand­skoða tölvu­póstana

Til­kynningarnar séu margar ansi raun­veru­legar og hvetur hún fólk til að skoða þær vand­lega, þá komi oft í ljós að ekki er allt með felldu.

„Ef þið gefið ykkur tíma til að skoða tenglana eða heima­síðurnar þá ætti að vera ó­sam­ræmi milli þeirra og þess sem þeir þykjast vera. Þá eru oft ein­kenni­legir agnúar á skeytunum, vit­laus gjald­miðill og þess háttar. Þá er oft óskað eftir stað­festingu í síman og það skal grand­skoða, því þar er oft allt önnur upp­hæð.“

„Nú kann ein­hverjum að þykja að við séum að vara of mikið við þessu en svo er ekki. Þetta er því miður að virka hjá þessum glæpa­sam­tökum og það er sárt að tapa 160.000 kr. fyrir augna­bliks gá­leysi. Endi­lega deilið þessu með vinum ykkar og reynum að stöðva þetta. Því þannig er það með for­varnir, það þarf alltaf að halda þeim vð.“

Lög­regla hvetur fólk til að hafa sam­band við sig sé það í vafa um á­reiðan­leika tölvu­pósts.