Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað bíla í stórum stíl í Laugardalnum fyrir utan Laugardalshöll þar sem nú fer fram söguleg brautskráning hátt í þrjú þúsund nemenda frá Háskóla Íslands.

Sjónarvottur segir öll stæði tekin og að fjöldinn allur af bílum sé lagður uppi á grasi og í kring. Lögreglan gangi nú um og sekti alla bíla sem ekki séu lagðir löglega.

Lögreglan að störfum.
Fréttablaðið/Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Nú fer fram stærsta brautskráning í sögu Háskóla Íslands í Laugardalshöll og er ljóst að margir gestir og aðstandendur nemenda muni koma út úr gleðilegri útskrift og sjá tíu þúsund króna sekt á bílnum sínum.

Tvær brautskráningarathafnir fara fram í dag en þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem gestir mega vera viðstaddir við athöfnina.