Lög­reglan á Austur­landi ræðir nú við karl­mann vegna ó­stað­festra hótana sem bárust gegn for­sætis­ráð­herra fyrr í dag. Karl­maðurinn sem um ræðir er íbúi á Seyðis­firði og er ekki sáttur við at­burði síðast­liðinna daga. Hann segir í við­tali við Frétta­blaðið að aurskriðurnar á Seyðis­firði í síðustu viku séu ekki náttúru­ham­farir heldur megi rekja til van­rækslu stjórnvalda. Í­búar og yfir­völd hafi vel vitað af hættunni og telur hann að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir svo mikla eyðileggingu.

Kristján Ólafur Guðnason, lögreglufulltrúi á Austurlandi, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að lögreglan ræði nú við mann. Hann ítrekar að á þessum tímapunkti hafi enginn verið handtekinn. Um sé að ræða óstaðfestar hótanir sem að þau ætli að ræða við hann.

Ræddi við þingmenn og forsetafrúnna

Karl­maðurinn segir að þær ó­stað­festu hótanir sem um ræðir megi rekja til sím­tala sem hann átti við nokkra þing­menn og for­seta­frúnna í morgun um aur­skriðurnar sem féllu á Seyðis­firði.

„Ég vil láta vita að lög­reglan er að taka mig á lög­reglu­stöðina vegna hótana. Ég er í Rauða krossinum núna sem hún [inn­skot blaða­manns: for­sætis­ráð­herra] er á leið að heim­sækja og ég hef verið beðin að fara,“ segir maðurinn, í sam­tali við Frétta­blaðið, sem vill ekki láta nafns síns getið að svo stöddu.

Fer sjálfviljugur á lögreglustöð

„Þetta er mis­notkun á valdi og spilling. Ég er að fara á lög­reglu­stöðina núna,“ segir hann.

Halda þau að þú hafir hótað henni?

„Nei. Ég hringdi í þrjá eða fjóra þing­menn í morgun og Elizu Reid og talaði um það sem hefur gerst á Seyðis­firði og að ekki sé um náttúru­ham­farir að ræða heldur mis­tök hjá ríkis­stjórninni. Það er verið að þagga niður í mér og ég fer með mínum eigin vilja,“ segir karl­maðurinn.