Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu óskar eftir vitnum að um­ferðar­slysi sem varð á Reykja­nes­braut, á móts við Stekkjar­bakka í Reykja­vík, mánu­dags­kvöldið 14. nóvember. Til­kynning um slysið barst klukkan 18.51.

Þar var tveimur fólks­bif­reiðum ekið norður Reykja­nes­braut, annarri á vinstri ak­rein en hinni á miðju ak­rein, þegar á­rekstur varð með þeim, en öku­mönnunum ber ekki saman um að­draganda slyssins. Annar öku­mannanna var fluttur á slysa­deild

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vin­sam­legast beðin um að hafa sam­band við lög­regluna í síma 444 1000, en einnig má senda upp­lýsingar í tölvu­pósti á net­fangið brynjar.freyr@lrh.is

Með­fylgjandi er mynd frá vett­vangi slyssins.