Maðurinn sem réðst á rit­höfundinn Sal­man Rus­hdi­e á fyrir­lestri í New York heitir Hadi Matar. Lög­reglan í New York greindi frá þessu á blaða­manna­fundi.

Matar er 24 ára og er frá New Jer­s­ey. Lög­reglan telur að hann hafi verið einn að verki, en að sögn lög­reglunnar höfðu engar hótanir borist fyrir við­burðinn og ekki er vitað til hvers Matar réðst á Rus­hdi­e.

Sam­kvæmt miðlum vestan­hafs var Rus­dhie stunginn í hálsinn af Matar þegar hann réðst á hann. Rushdie var fluttur á spítala með þyrlu, en því er lýst að hann hafi verið blóðugur á vett­vangi.

Ekki hefur verið gefið upp hversu al­var­legir á­verkar Rus­hdi­e eru eða hvort hann sé í lífs­hættu. Reu­ters hefur það eftir um­boðs­manni Rus­hdi­e, Andrew Wyli­e að hann sé í að­gerð þessa stundina.

Batakveðjum rignir yfir Rushdie, meðal annars frá íslenska rithöfundinum Sjón.